Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FSu
29.01.2025
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýskipaður mennta- og barnamálaráðherra, heiðraði FSu með nærveru sinni miðvikudaginn 29. janúar. Skólameistari og aðstoðarskólameistari tóku á móti ráðherra og hennar föruneyti ásamt tveimur fulltrúum nemenda. Fyrst var stutt kynning á skólanum fyrir hópinn og síðan gengið yfir í verknámshúsið Hamar. Þar gægðist hópurinn meðal annars inn í kennslustund í trésmíði og ráðherra datt óvænt inn á fjarfund FabLab smiðja á öllu landinu. Eftir hringferð um Hamar endaði hópurinn á Bollastöðum, í kaffi og spjalli við starfsmenn skólans.