Menningarferð LKN

Nemendur og kennarar í lífsleikni fóru í hefðbundna menningarferð til höfuðborgarinnar fimmtudaginn 14. október. Um 80 nemendur og 6 kennarar lögðu upp frá FSu á hádegi og heimsóttu Alþing, Listasafn Íslands, Hitt húsið og Ráðhús Reykjavíkur. Eftir kaffihlé í miðbænum og kvöldmat í Kringlunni var haldið í Borgarleikhúsið á leikritið Gauragang. Allt fór vel að lokum en líklega verður hápunktur ferðarinnar í hugum einhverra þegar þeir mættu Jóni Gnarr við Ráðhúsið og hann sagði hæ.