Menningarferð LKN

Fimmtudaginn 15. október fóru 84 nemendur og kennarar þeirra í lífsleikni í hefðbundna menningarferð í höfuðstaðinn. Að venju var Alþingi heimsótt, listasafn (Hafnarhúsið) og Þjóðminjasafnið. Eftir kaffihúsarölt um miðbæinn var haldið í Kringluna og þaðan í Borgarleikhúsið að njóta hinnar nýstárlegu sýningar „Heima er best". Allt gekk vel ef frá er talið að einn nemandi veiktist af flensu í ferðinni.