Menningarferð í lífsleikni

Fimmtudaginn 14. mars fóru 123 nemendur og 8 kennarar í hina hefðbundnu menningarferð í Lífsleikni. Lagt var upp frá FSu kl. 12 á hádegi á þremur grænum rútum frá Tyrfingssyni. Haldið var í miðbæ Reykjavíkur. Þar dreifðist hópurinn og flögraði milli Alþingis, Listasafns Íslands, Þjóðminjasafns, Þjóðmenningarhúss og kaffihúsa og pullara bæjarins. lkn2Um fimmleytið var ekið fylktu liði í musteri Mammons, Kringluna, og þaðan í Þjóðleikhúsið á leikritið Fyrirheitna landið (Jerusalem). Ferðin gekk vel og vakti sérstaka athygli að forföll voru sáralítil í þessum fjölmenna hópi.