Menningarferð að frönskum hætti

Á dögunum fór frönskuhópur í FSu í skemmtilega menningarferð til Reykjavíkur.  

Ferðin hófst á heimsókn í fallegt húsnæði fransk-íslenska félagsins Alliance Française sem stofnað var árið 1911, og hefur starfað ötullega síðan að frönskukennslu og miðlun menningar frönskumælandi landa.  

Nemendur voru boðnir velkomnir með hressingu og stuttri kynningu á starfi AF (á franskri tungu að sjálfsögðu) hjá framkvæmdarstjóranum, Sophie Perrotet.  Að því loknu hófst kvikmyndasýning þar sem nemendur horfðu á frönsku verðlaunamyndina Ryð og bein frá árinu 2012.  Næst var haldið á veitingastaðinn Café Haiti  hinum megin götunnar. Eigandi staðarins kemur frá  frönskumælandi eyríkinu Haiti í Karíbahafinu enda sveif suðrænn andi yfir þessum notalega stað. Vel var tekið á móti frönskuhópnum sem stóð sig með prýði í ferðinni og naut samverunnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.