Maraþon í franskri þýðingu

Nemendur í frönsku 403 hjá Hrefnu Clausen ætla að efna til frönskuþýðingar-maraþons á morgunn í Ungmennahúsinu frá kl. 16:30 – 20:30.  Þeir ætla að þýða smásögu sem þeir hafa verið að lesa úr frönsku yfir á íslensku.  Nemendum í frönsku 303 var einnig boðið að vera með. Með þessu eru nemendur að brjóta hið hefðbundna frönskunám upp og hafa gaman af.  Hrefna Clausen er að vonum ánægð með framtak nemenda sinna, en á myndinni má sjá Hrefnu með nemendum sínum.