Málstofa sjúkraliðabrautar

Nemendur á sjúkraliðabraut ásamt fagstjóra.
Nemendur á sjúkraliðabraut ásamt fagstjóra.

Síðasta vetrardag var haldinn málstofa sjúkraliðabrautar.  Þar kynntu sjö útskriftarnemendur brautarinnar sín lokaverkefni fyrir gestum og kennara. Þessir nemendur munu svo útskrifast um næstu jól, hafandi lokið öllu bóklegu námi á vorönn, en þeir munu ljúka verklegum hluta næsta haust.

Flutt voru verkefni um sorg, hryggskekkju, hvítbæði, ofbeldi í æsku, nýrnasteina, geðklofa og ADHD. Verkefni voru afar athyglisverð og nemendum til mikils sóma. Fagstjóri sjúkraliðabrautar Íris Þórðardóttir.