MÆTUM Á AÐALFUND HOLLVARÐASAMTAKANNA
08.05.2025
Stjórn Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi boðar hér með til aðalfundar samtakanna árið 2025. Fundurinn verður haldinn í aðalbyggingu FSu - ODDA (stofu 201) miðvikudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 16.00 að lokinni brautskráningu nemenda.
Dagskrá fundarins:
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
- Framlagning ársreikninga til samþykktar
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun um félagsgjöld
- Önnur mál
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Fyrrum nemendur, starfsmenn og aðrir velunnarar skólans, sem ekki eru í samtökunum eru hvattir til að kynna sér samtökin á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurlands eða facebook-síðu Hollvarðasamtakanna.
Stjórnin.
Ljósmyndin sem fylgir þessari frétt sýnir núverandi stjórn Hollvarðasamtaka FSu.
sh / jöz