Litli prinsinn í eðlisfræði

Er hægt að vinna með eðlisfræði og frönsku í eina og sama verkefninu? Já, svo virðist vera, en Hallgrímur Hróðmarsson, eðlisfræðikennari, hefur fléttað hina frægu sögu „Litli Prinsinn“ inn í kennslu hjá  sér.  Í verkefninu sem um ræðir eiga nemendur að reikna út massa, aðdráttarafl og margt fleira í tengslum við stjörnuna sem prinsinn býr á. Um leið fá nemendur létta kynningu á sögunni sjálfri og umræðu um efni hennar. Myndin er tekin úr bókinni „Le Petit Prince“.