Lestur er bestur - fyrir vísindin

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um land þann 7. september.
Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um land þann 7. september.

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um land þann 7. september. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni Lestur er bestur – fyrir vísindin. Tilgangurinn með þessu framtaki er að vekja athygli á bókasöfnum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Bókasöfn eru miðstöðvar fræðslu og þekkingar þar sem lögð er áhersla á gott framboð á fjölbreyttu safnefni, aðstoð við heimildaöflun og ekki síst eru þau góður staður til að vera á.

Í tilefni af bókasafnsdeginum stendur nú yfir sýning á bókasafni FSu á bókum sem tengjast vísindum með einum eða öðrum hætti. Nemendur og starfsmenn er hvattir til líta við og velja sér áhugavert og skemmtilegt lesefni og dekra þannig við lestrarhestinn sem býr í okkur öllum. Velkomin á bókasafn FSu!