Lestrarbókin þín á safninu?

Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, 8. september, stendur nú yfir sýning á íslenskum lestrarbókum  í stiga Jónasar á bókasafni FSu. Einnig brugðu bókverjur á leik og þýddu eina af heilræðavísum séra Hallgríms Péturssonar ‚Að lesa og skrifa list er góð‘ yfir á ýmis tungumál til að vekja athygli á ólíkum leturgerðum og nutu þær aðstoðar Google-translator forritsins við þýðinguna. Engin ábyrgð er þó tekin á þýðingunni og uppátækið meira til gamans gert.