Leikur og skapandi skrif!

Nemendur í skapandi skrifum ÍSL653 og nemendur í leiklist, LEK103, taka höndum saman í skemmtilegu verkefni með leiksýningunni Fólk og önnur fyrirbæri sem sýnd verður í skólanum þriðjudaginn 24. apríl kl. 20. Þar munu nemendur í leiklist leika 11 örverk eftir nemendur í skapandi skrifum. Verkin hafa verið í vinnslu hjá nemendum í íslensku í vetur, en nemendur í leiklist hafa æft verkin af kappi undanfarnar tvær vikur.
Örverkin fjalla um allskonar fólk í margskonar aðstæðum, en þar á meðal má nefna lögreglumenn á glæpavettvangi, tunglferðir, sálfræðidrama, sjoppuferðir, herramenn á útstáelsi, undarlega samskipti og sápuóperur.
Sem fyrr segir hefst sýningin kl. 20, þriðjudaginn 24.apríl í sal skólans og munu áhorfendur ferðast með nemendum um hin ýmustu horn skólans til að njóta afurðanna. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis, en umræður verða um verkin eftir sýningu undir stjórn Jóns Özur Snorrasonar, íslenskukennara og Guðfinnu Gunnarsdóttur, leiklistarkennara.