Kynning á brunavörnum

Nemendur í áfanganum Framkvæmdir og vinnuvernd sem hluti af námi í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina heimsóttu í vikunni Brunavarnir Árnessýslu þar sem þeir fengu stutt fræðsluerindi um starfsemina þar og brunavarnir almennt. Mest var fjallað um hinar ýmsu gerðir handslökkvitækja, meðferð þeirra og notkunarsvið. Að endingu fengu allir að slökkva eld í olíufati og fá þannig nokkra reynslu af að beita handslökkvitækjum.

Þessi heimsókn er dæmi um ágætt samstarf Fjölbrautaskólans við fyrirtæki á Selfossi sem góðfúslega taka á móti nemendum og með slíkum heimsóknum er hægt að tengja námsefnið við raunveruleikann. Á myndinn sjást nemendur reyna sig við eldvarnir ásamt kennara sínum, Svani Ingvarssyni.