Kynning á áhugamálum í lífsleikni

Nemendur í lífsleikni voru með fróðlega og fjölbreytta kynningu á áhugamálum sínum sl. föstudag. Þeir skiptu sér í nokkra hópa eftir áhugasviði og útbjó hver hópur sýningarbás um sitt viðfangsefni. Básarnir voru líflegir, heilmikið efni sem hægt var að skoða og handfjatla auk þess sem nemendur svöruðu spurningum greiðlega. Þarna mátti kynna sér sögu kvikmynda, verða margs vísari um allt sem tengist hestamennsku í leik og starfi og komast að því að hvað þarf að gera til að ná góðum árangri í fimleikum. Þarna voru greinargóðar upplýsingar um sauðfjárrækt sem og Listirsmíðar hvers konar, almennri líkamsrækt voru gerð góð skil og listirnar fengu sinn sess þar sem áherslan var á fatahönnun, tónlist og myndlist. Þó nokkuð margir gáfu sér tíma og kíktu í heimsókn og spjölluðu við lífsleikninemendur og ekki eyðilagði að hafa ljúfa lifandi fiðlutóna undir. Kennarar í áfanganum eru Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir og Ágústa Ragnarsdóttir.