Kynning á áhugamálum

Nemendur í lífsleikni hafa undanfarnar tvær vikur kynnt áhugamál sín fyrir gestum og gangandi í skólanum. Kynningarnar eru hluti af verkefni þeirra um áhugasvið og starfsval og hefur gefist einkar vel. Kynningarnar voru mjög fjölbreyttar, en meðal annars mátti sjá nemendur deila þekkingu sinni á hestamennsku, lyftingum, tónlist, bílum, handbolta, tölvuleikjum, Harry Potter, fótbolta og gæludýrum. Á myndinni má sjá nemendur í lífsleikni sem kynntu handbolta.