Kreppan og kennarinn

Fræðslufundur í fundaröðinni „Kreppan og kennarinn” var haldinn fimmtudagskvöldið 22. janúar í FSu. Oddur S. Jakobsson dró saman upplýsingar um efnahagsástandið, orsakir og afleiðingar þess, með vísan til dæmisögu Ingibjargar Úlfarsdóttur um þær kerlingar Grýlu og Kreppu. Eiríkur Jónsson ræddi horfurnar, ekki síst fyrir kennara og menntakerfið. Í lok fundar voru fyrirspurnir og umræður. Fundurinn var á rólegum nótum og um margt fræðandi.