Kórinn í kvöldmessu

Sunnudagskvöld 17. okt sl. tók Kór FSu þátt í kvöldmessu í Selfosskirkju. Var um að ræða blöndu af helgistund og tónleikum. Auk kórsins héldu tveir nemendur skólans örvekjur um lífið og tilveruna með tilvitnanir m.a. í sjálfan Sherlock Holmes. Kórinn söng ýmis dægurlög og var góður rómur gerður að flutningi hans.  Einsöngvarar að þessu sinni voru Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir, Kristrún Steingrímsdóttir og Sigmar Atli Guðmundsson. Hallgrímur Davíð Egilsson lék forspil á hörpu auk þess að leika undir í lokalagi kórsins. Um annan undirleik sáu Stefán Þorleifsson og Ragnar Geir Brynjólfsson.