KONFEKTNÁMSKEIÐ OG KYNFRÆÐSLA

KÁTIR DAGAR eru árlegur viðburður í FSu en þá er hefðbundin kennsla lögð niður og teknir upp aðrir siðir. Að þessu sinni fóru þeir fram í öllu skólahúsnæði FSu dagana 1. og 2. mars. Námskeið eru þá haldin og keppnismót, streymi og spilað á stokk og í tölvu, kynningar og bingó svo nokkuð sé nefnt. Að þessu sinni voru dagarnir sérlega kátir undir stjórn nemenda og kennaranna Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur og Bjarneyjar Sifjar Ægisdóttur.

Meðal atriða má nefna morgunmat, manntafl, veggjalist, konfektnámskeið, Fablab smiðju, júdókennslu, spákonuspjall, skákmót, netskrafl, kynningu á lýðháskólum, Gettu betur keppni, bingó, bridds, kynningu frá lögreglu, kynningu frá Keili, kynfræðslu, jóga nídra námskeið, borðtennismót, pílukastsmót, kahoot keppni, kynningu á Kvíðameðferðarstöðinni, kynningu frá Háskólanum á Akureyri, hnútanámskeið, fyrirlestur um huldufólk og íþróttakeppni milli kennara og nemenda. MYNDIR segja oft meira en texti og lætur því fréttastjóri fylgja hér myndaslóð frá þessum skemmtilegu, árlegu og fróðlegu dögum : - )

https://photos.google.com/album/AF1QipM4e_SnGtJ_KB8bzguK-OMlNA6uJIxDICqWe8xR

jöz.