Kökustund hjá sjúkraliðanemum

Nemendur á sjúkraliðabraut voru nýlega með umræðutíma í öldrunarhjúkrun og notuðu um leið tækifærið og komu með kaffi og meðlæti að heiman.Umræðan snerist um öldrunarstefnur og umfjöllun fjölmiðlan nýverið um aðbúnað og umönnun aldraðra. Nemendurnir fara bráðlega í þriggja vikna verklegt nám í öldrun á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða á Suðurlandi.

Átta nemendur stunda nú nám á sjúkraliðabraut. Nám á brautinni sem er til tveggja ára, gefur starfsheitið sjúkraliði og starfsréttindi til að vinna sem slíkur á öllum umönnunar- og hjúkrunardeildum. Kennari er Íris Þórðardóttir.