Kerfisstjórar funda í FSu

Föstudaginn 3. apríl komu kerfisstjórar úr framhaldsskólum landsins saman til skrafs og ráðagerða og einnig til að fræðast um nýjungar í kerfum sem notuð eru innan skólanna. 
Á fundinn mættu sérfræðingar frá Microsoft, TRS og Ikon auk ráðgjafa frá forsætisráðuneytinu um stafrænt frelsi.  Einnig voru kynnt kennsluumsjónarkerfi frá Plútó, MySchool og Námsskjárinn.