Keppni í þrautalausnum

Keppni í þrautalausnum

BEBRAS áskorun 2019 stendur yfir vikuna 11. -15. nóvember. Bebras áskorunin er þrautarlausnakeppni tekin í tölvu og reynir á rökhugsun og tölvufærni. Verkefnið er keyrt samhliða í flestum löndum í nóvember ár hvert.
Allir nemendur á aldrinum 15-20 ára geta sótt um að fá að vera með með því að senda póst til Guðbjargar Helgu helg@fsu.is eða Ragnars Brynjólfssonar ragnar@fsu.is.

Þegar verkefnið hefur verið opnað hefur þátttakandinn 45 mínútur til að ljúka áskoruninni.
Nánari upplýsingar https://bebras.is/.

FSu og ML hafa ákveðið að veita verðlaun fyrir þá sem lenda í efstu sætunum í skólunum tveimur.