Kennslustjórar funda glaðir

Kennslustjórafundur var haldinn miðvikudaginn 28. janúar . Á fundinum voru rædd ýmis mál, m.a. ný inntökuskilyrði í skólann sem sett eru vegna nýrra laga og þess að samræmd próf við lok grunnskóla hafa verið afnumin. Einnig var fjallað um áfangaframboð á almennum brautum, vefi námsgreina á heimasíðu o. fl.  Kristínu Stefánsdóttur kennara í matreiðslu er þakkað sérstaklega gott bakkelsi sem framreitt var sem endranær á kennslustjórafundinum.