Kennslan í FSu fær góða dóma

Á kennarafundi þriðjudaginn 19. maí voru meðal annars kynntar niðurstöður svokallaðrar GNOK-könnunar („Gæði náms og kennslu”) frá því í vor. Þar voru nemendur beðnir að leggja mat á 13 atriði, meðal annars frammistöðu kennara, námsefni og hve áhugaverður hver áfangi væri. Niðurstöður eru í heildina jákvæðar og nokkru betri en í sambærilegum könnunum vorin 2003 og 2005. Helst virðast nemendur finna að því að kennsluaðferðir séu ekki nógu fjölbreyttar. Hver kennari fær í hendur niðurstöður fyrir sína áfanga og dregur lærdóma af þeim.