KENNARAFUNDUR AÐ REYKJUM

Kennarafundir í FSu eru yfirleitt haldnir á föstudögum að lokinni kennslu. Oftast fara þeir fram í Gaulverjabæ í aðalhúsnæði skólans en föstudaginn 11. nóvember síðastliðinn var sú breyting gerð á fundarstað að færa hann að Reykjum í Ölfusi. En þar fer fram afar merkileg starfsemi og nám í garðyrkju sem áður var í boði Landbúnaðarháskóla Íslands en fluttist haustið 2022 undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Um leið var kennarafundurinn því heimsókn starfsmanna FSu að Reykjum og kynning á þeirri gróskumiklu og fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Kaffiveitingar með vöfflum og rjóma voru undirbúnar af Jóhanni Böðvari Sigþórssyni bakara og kynning og leiðsögn um húsnæði Garðyrkjuskólans var leyst af Guðríði Helgadóttur af röggsemi og sagnagleði. Nokkrar ljósmyndir voru teknar í heimsókninni / kennarafundinum sem lýsa aðstæðum mun betur en skrifaður texti.

jöz.