Kallarnir á förum

Föstudaginn 29. apríl kvöddu brottfarendur úr FSu þessa önnina skólann sinn.  Dimittendi birtust í skólanum um níuleytið og kom þá í ljós að Kalli kanína hafði aldeilis fjölgað sér. Þegar brottfarendur höfðu kyrjað bragi um skólann og kennarana og verðlaunað samnemendur og lærifeður bauð skólinn upp á kjötsúpu.