Júlli kóngur dansar dilla dilla

Þeir fíla dilla dilla - klárar klæddir sem Júlli kóngur dansa.
Þeir fíla dilla dilla - klárar klæddir sem Júlli kóngur dansa.

Um klukkan 9 föstudaginn 4. maí fylltist skólinn af glöðum og hávaðasömum lemúrum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru klárarnir þessa önn í gervi Júlla kóngs, lemúr úr teiknimyndaflokknum Madagaskar. Þeir sungu, trölluðu, dönsuðu, slöfruðu í sig íslenska kjötsúpu í boði skólans og hlýddu á kennarana syngja Klárakvæðið. Klárarnir hurfu síðan á braut á vit ævintýranna.

Samkvæmt nýjustu tölum stefna 112 nemendur á útskrift á vorönn, þar af eru 80 stúdentsefni. Námsmatsdagar hefjast nú á föstudag, 11. maí, en brautskráning verður við skólann laugardaginn 26. maí kl. 14.

Fleiri myndir frá dimission má finna á fésbókarsíðu skólans.