Jólatónleikar teknir upp

Í gærkvöld (mánudagskvöld) æfði Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands í fyrsta sinn með hljómsveit og sólistum í sal skólans. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af tækjabúnaðinum sem notaður verður til að ná sem bestu hljóði út til áheyrenda. Þess má geta að tónleikarnir verða teknir upp á fjölrása upptökutæki og þarf til þess tvær öflugar tölvur, önnur tekur upp hljómsveitina og sólista en hin tekur upp kórinn.

Enn er hægt að nálgast miða í forsölu á skrifstofu FSu en tónleikarnir eru í kvöld, þriðjudag 29. nóvember og hefjast kl. 20.00