Jólastund á ný

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur sína árlegu jólatónleika í Selfosskirkju sunnudaginn 2. desember kl. 20.00.  Efnisskráin samanstendur af jólatónlist úr ýmsum áttum og munu kórfélagar skipta á milli sín hljóðfæraleik og einsöng.   Kynnir á tónleikunum er Gylfi Þorkelsson.
Hvetjum við sunnlendinga til að fagna aðventunni með kórnum og jafnframt njóta hæfileika ungmenna úr heimabyggð.  Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500.- (enginn posi).  Sjáumst 1. sunnudag í aðventu í Selfosskirkju.