Jólakvöldvaka nemenda og kosninganiðurstöður

Jólakvöldvaka nemendafélagsins fór fram miðvikudagskvöldið 27. nóvember kl. 20.30. Skemmtinefnd hafði undirbúið einstaklega skemmtilega og kósí kvöldstund, fulla af sprelli, söng og jólastemningu. Fljótlega eftir að húsið opnaði hafði salurinn fyllst af jólabörnum, sem sátu spennt og glöð í kringum kringlótt borð með kertaljósum og jólatónlist. jl1

Hinir og þessir söngfulglar tróðu upp, m.a. sungu hinar hæfileikaríku Margrét Rún Símonardóttir, Bergþóra Rúnarsdóttir og Iðunn Rúnarsdóttir, sem sigruðu Söngkeppni skólans á dögunum.  Eins mætti Guðmundur Þórarinsson, sonur aðstoðarskólameistara, sagði sögur og söng ýmis lög. Skemmtinefnd hafði útbúið jólagetraun sem áhorfendur kepptu í, dregið var úr edrúpotti frá síðasta balli og jólasveinar brugðu á leik og gáfu mandarínur.
jl2
Hér má sjá frambjóðendur í kosningum. Frá vinstri Hermann Guðmundsson, Þórir Geir Guðmundsson, Birkir Pétursson, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.
Auk alls þessa voru kynnt úrslit auka-kosninga, sem fram fóru fyrr um daginn, þar sem Hjörtur Leó Guðjónsson, varaformaður nemendaráðs og Vala Rún Valtýsdóttir, formaður skemmtinefndar, bæði eru að útskrifast úr skólanum núna í desember. Fimm voru í framboði, þrír í embætti varaformanns og tveir til formanns skemmtinefndar. Svo fór að Birkir Pétursson tekur við formennsku skemmtinefndar, en hann hefur verið í nefndinni frá því í haust. Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir, sem bauð sig fram á móti honum, tekur hinsvegar við sæti Birkis í nefndinni.
Varaformannskjörið var hnífjafnt - og munaði aðeins EINU atkvæði á Hermanni Guðmundssyni, sem hlaut kosningu og Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur. Þórir Geir Guðmundsson kom svo í kjölfarið með innan við tuttugu atkvæða mun. Það er því ljóst að öll hafi þessir nemendur nokkru fylgi að fagna meðal samnemenda og vonandi að þau geti öll þrjú komð að félagsstörfum við skólann á komandi önn.
Myndirnar tók Hermann Snorri.