Jarðfræðiferð til Póllands

Þann 6.apríl hélt lítill hópur nemenda og tveir kennarar til Póllands í boði Comeniusar-áætlunnarinnar. Verkefnið sem FSu tekur þátt í heitir Let stones speak og er unnið í samvinnu við skóla frá Frakklandi, Ítalíu, Litháen, Póllandi, Slovakiu og Spáni. Tilgangur verkefnisins er að vinna með jarðfræði og  steina á hverjum þessara stað, læra hvernig þeir verða til og hvernig þeir mótast.

Ásamt okkur fóru tveir aðrir nemendur, þær Bergþóra Rúnarsdóttir og Margrét Rún Símonardóttir og fullrúar kennara voru Málfríður Garðarsdóttir og Úlfur Björnsson. Flogið var til Wroclaw í Póllandi og þaðan tók löng rútuferð til Karpacz með stuttu stoppi í smábæ sem bar nafnið Swidnica. Þar fengum við eina einkennilegustu súpu sem við höfumáokkar annars stuttu ævi smakkað sem innihélt meðalannars pulsur, soðið egg og svínakjöt. Þar stoppuðum við hjá The Church of Peace sem er elsta viðarkirkja í Evrópu. En þaðan lá leið okkar til Karpacz þar sem við gistum í 4 nætur á Hotel Agat. Við fórum í margar gönguferðir þar sem við lærðum meðal annars hvernig granít og agat verður til, skoðuðum útbrunnin eldfjöll og fræddumst um pólska menningu.

Daníel Jón Ómarsson og Sindri Rúnarsson.

Á myndinni má sjá hópinn í fjallgöngu.