Íslenskt málfræðitré gróðursett í stofu 202

Íslenska sem annað mál eða ,,Ísan" svokallaða, hefur gengið í endurnýjun lífdaga á nýrri önn. Áfangarnir, fimm talsins, eru nú kenndir samtímis í sömu stofunni og er nemendum skipt í hópa. Önninni er skipt í þrjá þætti eða þema sem eru eftirfarandi: 1) Ísland áður fyrr, 2) Ísland í dag og 3) Ég og löndin mín. Í hverjum þætti er síðan lögð áhersla á  málfræði, bókmenntir, ritun og tjáningu. Markmið ísunnar skv. nýrri áfangalýsingu er m.a. að nemendur auki þekkingu sína og skilning á sögu lands og þjóðar og  öðlist hlutdeild í íslensku samfélagi án þess að missa tengslin við uppruna sinn.
Kennarar Ísunnar eru Ragnhildur E. Sigfúsdóttir, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Elín Una Jónsdóttir og Hrefna Clausen. Hér má líta ,,Hið íslenska málfræðitré" sem gróðursett hefur verið í kennslustofu Ísunnar, en hjá því stendur Elín Una, íslenskukennari. Nemendur munu sjá um að laufga tréð með hækkandi sól.