Innritun fyrir haustönn 2021

Opnað hefur verið fyrir innritun í FSu á haustönn 2021. Eldri nemendur, sem ekki eru skráðir í skólann á þessari önn, geta sótt um skólavist til 31. maí. Sótt er um á vefsíðu Menntamálastofnunar  www.menntagatt.is

Forinnritun nemenda sem eru að ljúka 10. bekk stendur til 13. apríl. Lokainnritun þeirra fer síðan fram 6. maí til 10. júní.