Húsasmiðjan heimsótt

Nemendur á húsasmíðabraut fóru nýlega í heimsókn í Húsasmiðjuna á Selfossi og fræddust um það sem í boði er af timbri og plötum. Einnig skoðuðu þeir gagnvarið efni sem og festinga- og þéttivörulager verslunarinnar.

Á eftir var þeim boðið í kakó og piparkökur þar sem Sverrir Einarsson fræddi þá nánar um starfsemi Húsasmiðjunnar.