Hönnunarsýning

Nemendur í áfanganum THL143 (Híbýlahönnun) sýna nú afrakstur vinnu sinnar í sýningarskápunum í Odda. Verkefnið fólst í því að hanna og vinna svonefnt möppuklæði og tengja við það saman tvær til þrjár handverksaðferðir. Nemendur klæddu hugmyndamöppuna sína með náttúrulegu textílefni sem var litað, þrykkt og saumað út í, með vél eða í höndum. Innblástur í hugmyndavinnuna var m.a. sóttur á nýliðna þráðlistasýningu á Listasafni Árnesinga í Hveragerði, í Álnavörubúðina í Hveragerði og í textíltengdar verslanir á Selfossi, Alvörubúðina, Skrínu, Vogue og Bót.is. Á myndinni er einn nemendanna, Ólöf Helga Haraldsdóttir, ásamt kennara áfangans, Helgu Jóhannesdóttur.