Hönnunarsamkeppni um verknámshús

Nýverið var undirritaður samningur um hönnunarsamkeppni vegna stækkunar á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Um er að ræða 1.630 m2 viðbyggingu við núverandi verknámsaðstöðu skólans sem er 1.230 m2 og því um að ræða meira en tvöföldun á núverandi húsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði boðnar út í september á þessu ári.