Hönnunarsafnið skoðað

Þriðjudaginn 4. mars skelltu nemendur og kennarar í Textíldeild sér í Hönnunarsafn Íslands að skoða sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti.„Ég var alin upp við það að vera vel til fara af virðingu við umhverfi og fólk.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Þarna mátti finna mikla sögu og spennandi upplifun fyrir nemendum þar sem þeir skoðuðu heiðursorður, gamlar ferðatöskur embættisins, myndir í römmum, frægt fólk og atburði. Textílkennarar og nemendur mæla með safninu í heild sinni og sérstaklega þessari sýningu – sjá www.honnunarsafn.is
Einnig var farið í leðurverslunina Hvítlist, ólíkar textílverslanir skoðaðar og leitað innblásturs til nýrrar hönnunar í þéttbýlinu fyrir sunnan.