Hönnunarnemar í FSu í vettvangsferð

Nemendur og kennarar í Textíldeild fóru í vettvangsferð í Borgarleikhúsið, í textílfyrirtæki og á vettvang höfuðborgartískunnar á Íslandi, miðvikudaginn 13.mars.
Meðfylgjandi mynd sýnir Elmu búningahönnuð taka á móti hópnum á saumastofu leikhússins, en hún sýndi hópnum vinnuteikningar og hafmeyjubúninginn, hvorutveggja úr stærstu sýningu leikhússins frá upphafi, Mary Poppins.
Heimsóknin var einstök að því leiti að hópurinn fékk að upplifa óvenju mikið magn nýrra búninga, fylgihluta (sjá hringekjuhattinn á myndinni), ævintýralegt andrúmsloftið bak við tjöldin, að læðast meðfram æfingu Íslenska dansflokksins og sjá sjálf allt platið sem hannað er og framleitt á hinum mörgu verkstæðum sem leynast á bak við hverja leiksýningu.