Hönnun og listir

Að hanna og búa til föt og nytjahluti; "learning by doing" er mottóið í Hönnunardeild FSu þessa önnina - sýningargripir byrja að taka á sig form í verklegu áföngunum sem gjarna eru nefndir eitthvað með "TEXT", t.d. TEXT1FH05 Fatahönnun. Þar má sjá verkefni eins og hugkort (mindmap), flatar teikningar, líkamsmál og máltöflur, breyting á sniðum eftir eigin hugmyndum, tilraunir á mismunandi gerðir saumavéla, prufujakka, prufukjól og alvöru peysur og buxur, nytjahluti eins og töskur, veski og tölvuumslög.Nemendur í verklegu námi í hönnun

Nú gefst nemendum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og velja sér áfanga í hönnun, samhliða öðru bóklegu námi eða velja Listabraut og vinna innan þeirrar listgreinar sem þeim hugnast best og jafnframt fá að kynnast öllum listgreinum sem kenndar eru í FSu.

Nemandi að sníða og saumaÁ myndunum má sjá tískusýningu deildarinnar, nemanda að sníða, annar að sauma og að síðustu tónlistarlegt hópverkefni í litum og formum.Tónlist og fatahönnun í hópverkefni