Hönnun í höfuðborg

Hópur nemenda í fata- og textíláföngum FSu fór í vettvangsferð eftir langt hlé þriðjudaginn 22. febrúar. Markmiðið var að heimsækja hönnuði sem lifa af textíl á Íslandi í dag, ásamt því að skoða tísku og textíl frá ólíkum vinklum í fjölmenninu. Nú bíða kennarar spenntir eftir að sjá verkefni úr vel heppnaðri ferð, línur, mynstur, form og liti.