HOKUS POKUS – vores verden i fokus

Tveir dönskukennarar við skólann, þær Elísabet Valtýsdóttir og Ida Løn, eru höfundar nýrrar kennslubókar í dönsku fyrir Dan 103 og 203, en hún er gefin út af Máli og menningu. Þær hófu vinnu við bókina sumarið 2011, en aðalvinnan hófst í janúar sl. þegar Elísabet fór í launalaust leyfi frá kennslustörfum sínum við skólann.

Bókin samanstendur af lesbók og verkefnabók og það hefur vakið athygli nemenda að verkefnabókin er þrefalt þykkari en lesbókin. Ástæðan er sú, að öllum textum fylgja  viðbótarverkefni sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða og heilmikillar vinnu af nemendum. Bókinni fylgir efni á heimasíðu Forlagsins eins og t.d. hlustunar- og ítarefni.hokus_pokus1

Hlustunarefni við bókina var tekið upp um hvítasunnuna í vor, en þau Jónas Ellertsson (stúdent 2012), Nadia Björt Hafsteinsdóttir (nemi í Sunnulækjarskóla) og Emilie Rabjerg (skiptinemi við FSu 2011-12) ljáðu efninu raddir sínar ásamt Idu.

Á myndunum má sjá forsíður bókanna.