Hjálparstarf í dönsku

Fjölbreytnin var í fyrirrúmi í síðustu viku í DAN103 þar sem nemendur hættu að vinna í bókum og tóku þátt í þemaviku í skólanum, Góðgerðarviku. Nemendum var skipt í 4-6 manna hópa og voru látin gera plaköt um hjálparstarf. Nemendur voru búnir að vinna með hjálparstarf áður en nú áttu þeir að takast á við plakatavinnuna. Þeir höfðu kynnt sér heimasíður og greinar á dönsku og þannig aflað sér þekkingar á sviðinu. Verkefnið var meðal annars metið út frá samskiptafærni, samvinnu, sveigjanleika, ábyrgð, sköpun, miðlun, uppsetningu, málnotkun og frumleika.
Formaður og varaformaður nemendaráðsins, Halldóra Íris og Arnar Helgi völdu plakatið sem þeim fannst flottast. Tekið skal fram að þau áttu í stökustu vandræðum með að velja, því plakötin voru öll vel unnin. Plakatið sem varð fyrir valinu var unnið af Aroni Erni Þrastarsyni, Eysteini Aroni Bridde, Helga Idder Boutarhroucht, Sigurði Gauta Guðmundsyni og Þorkeli Inga Sigurðsyni.
Á myndinni má sjá Arnar Helga og Halldóru með besta plakatið.