Hestaíþróttir og skák

Miðvikudaginn 24 apríl voru bikarar afhentir í miðrými skólans. Lið skólans í hestaíþróttum vann framhaldsskólamótið í hestaíþróttum og fengu þau afhentan bikar með áletrun. hestarSkáksnillingar skólans fengu einnig verðlaun eftir skákmót skólans. Þar fékk heiðursnillingurinn Erlingur Atli Pálmarson hrókinn fræga, en hann sigraði mótið.
Á myndinni til vinstri má sjá þá Atla Sigurmundsson og Erling Atla Pálmarsson, skákmenn. Hestaafreksfólkið á myndinni til hægri eru þau Þórólfur Sigurðsson, Berglind Rós Bergsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Brynja Amble Gísladóttir.