Heimsókn í textíldeild

Nemendur í hönnun og hugmyndavinnu, THL113, fengu innblásandi heimsókn mánudaginn 19. apríl, en þá kom Anne Marsden í heimsókn og kynnti fyrir nemendum og kennara hugmyndir sínar um endurnýtingu fatnaðar og þráðlist almennt.
   Anne er ensk en býr ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi. Hún vann lengst af sem skrifstofustúlka, en breytti svo til á miðjum aldri og lærði listakennslu fyrir fullorðna. Hún hefur ætíð haft gaman af litum og formum, ásamt því að hafa ferðast mikið. Hún hefur komið áður í Textíldeild FSu og kenndi þá nemendum m.a. að klæðast indverskum Sari, sýndi sýnishorn af Hawaipilsi og fleira spennandi úr vefjarefnaheiminum.