Heimsókn í stjórnmálafræði

Nýlega fengu nemendur í stjórnmálafræði þau Birgir Ármannsson (þingmann sjálfstæðisflokks) og Rósu Björk Brynjólfsdóttur (framkvæmdastýru VG) í heimsókn. Þau Rósa og Birgir ræddu aðeins um mikilvægi þess að ungt fólk kynni sér og taki þátt í stjórnmálum, muninn á stefnum hægri og vinstri í utanríkis- og efnahagsmálum og almennt um stjórnmál á Íslandi í dag. Það er alltaf áhugavert að fá aðra nálgun á námsefnið og þakka nemendur og kennari þeim fyrir að gefa sér tíma til að mæta.