Heimsókn í Selfossbíó

Kvikmyndaáfanginn sem kenndur er á þessari önn fjallar um kvikmyndaleikstjóra. Kennslan fer að venju fram í salnum. En í dag brá svo við að nemendum var boðið í Selfossbíó til að kynna sér tölvutæknina á bak við kvikmyndasýningar í dag. Fengu nemendur svör við öllum sínum spurningum hjá Axel bíóstjóra, sem dreymdi ekki um það – þegar hann sat í svipuðum kvikmyndaáfanga í Fsu og nemendur geta sótt núna – að hann ætti eftir að eignast bíó. Kennari KVK213 er Árni Blandon.