Heimsókn í ráðhús Árborgar

Föstudaginn 18. janúar fóru nemendur Félagsfræði 303, stjórnmálafræði, í kynningu í Ráðhús Árborgar. Framkvæmdastjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir tók á móti nemendum og kennara og var með kynningu um starfsemi sveitarfélaga, kosningar á sveitarstjórnarstiginu og málefni sem tengjast sveitarstjórnarstiginu og þjónustu við íbúa. Vel var tekið á móti hópnum og þökkum við kærlega móttökurnar. Nemendur, og kennari, voru að vonum ánægðir að geta lært af nærsamfélaginu til tilbreytingar við hið hefðbundna námsefni.