Heimsókn í Héraðsdóm

Nemendur í VIÐ143 heimsóttu Héraðsdóm Suðurlands í liðinni viku. Hópurinn hitti Sólveigu Ingadóttur, löglærðan aðstoðamann og Sigurð Gísla Gíslason héraðsdómara í dómssal þar sem þau fengu upplýsingar um hvernig dómsmál fara fram. 

Ferðin var mjög skemmtileg og fræðandi og nýtist nemendum vel í áfanganum þar sem þau þurfa að kynna sér íslenska stjórnsýslu og lögfræði. Svona heimsókn tengir nemendur betur við námsefnið og eykur skilning.
Kennari í VIÐ143 er Ingibjörg Guðmundsdóttir