Heimsókn frá Rótarýklúbbi Selfoss

Rótarýklúbbur Selfoss heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 29. janúar. Soffía skólameistari tók á móti hópnum á Bollastöðum, kaffiaðstöðu starfsmanna í Odda. Hún hélt stutta tölu um skólann og dreif hópinn yfir í verknámshúsið Hamar. Þar var kvöldnám í pípulögnum í fullum gangi og hópurinn heppinn að rekast á Borgþór vélvirkjakennara sem sagði aðeins frá kennslunni og tækjakosti í vélvirkjun. Eftir göngu um Hamar var endað á Bollastöðum þar sem rótarýklúbburinn bauð upp á veitingar. Rótarýklúbburinn telur um 35 manns og funda þau vikulega. Í hópnum leyndust bæði fyrrum nemendur og fyrrum starfsmenn. Ljósmyndari: Magnús Hlynur Hreiðarsson (myndir birtar með hans leyfi).