Heimsókn frá Frakklandi

Franksir nemendur í heimsókn.
Franksir nemendur í heimsókn.

24. apríl komu í heimsókn í skólann 35 nemendur og 3 kennarar. Þeir eru frá frönskum menntaskóla sem ber heitið Lycée Jean Zay d´Orléans sem er við Leirá (Loire). Nemendurnir sem eru 17 ára eru á Náttúrufræðibraut. Hópurinn var á ferð um Ísland til þess að kynna sér orkunýtingu á Íslandi, jarðhita og einstaka náttúru landsins. Þau vinna að verkefni í skólanum um þessi mál. Þau vildu einnig kynna sér íslenska skólakerfið og sérstaklega framhaldsskólakerfið og komu þess vegna í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þau fengu upplýsingar um skólastarfið, Jakob Burgel sagði þeim frá félagslífi nemenda og þau skoðuðu allar byggingar skólans. Þeim fannst mikil fjölbreytni í námsframboði í skólanum. 10 nemendur fóru í frönskutíma til Hrefnu Clausen frönskukennara og ræddu við nemendur. Þau voru mjög ánægð með heimsóknina sem lauk með því að þau fengu kjúkling í mötuneytinu. Þau þakka kærlega fyrir sig.