Haustönn 2014 hafin

Önnin hefst á nýnemadegi miðvikudaginn 20. ágúst kl. 9.00. Dagurinn er aðallega ætlaður nýnemum, en aðrir nemendur, sem aldrei hafa áður stundað nám í Fsu, eru einnig velkomnir.  Nemendur munu fá afhentar stundarskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og mörgu fleira. Dagskrá nýnemadags lýkur um kl. 14.15. Bóksalan verður opin frá kl. 13:00.

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 9.00 opnar Inna fyrir nemendur.

Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 9.00 hefjast töflubreytingar, sem verða með sama sniði og undanfarnar annir. Aðeins er um að ræða þennan eina dag fyrir töflubreytingar. Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar í undantekningartilvikum.

Kennsla samkvæmt stundarskrá hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 8.15 að lokinni stuttri skólasetningu.